Heimilisþrif hefur frá árinu 2013 sérhæft sig í þrifum á heimilum, húsfélögum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Fyrirtækið var stofnað með því markmiði að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og upplifun þar sem kröfur viðskiptavina eru í fyrirrúmi.

Við erum eitt elsta fyrirtækið sem sérhæfir sig í þrifum á heimilum og frá því að fyrirtækið var stofnað höfum við þrifið þúsundir heimila á höfuðborgarsvæðinu og nærsveitarfélögum.

Við leggjum mikla áherslu á þjálfun og aðhald starfsfólks ásamt því að halda uppi góðum starfsanda með reglulegum starfsmannaskemmtunum.

Heimilisþrif notar hreinsiefni sem eru öll vottuð af Evrópublóminu (e. Ecolabel) og við leggjum mikla áherslu á endurvinnslu og lágmörkun notkun plasts.

Við sendum reikning fyrir öllum verkum sem við tökum að okkur og er öll okkar starfsemi upp á borðum.

Þjónustusvæði Heimilisþrifa er höfuðborgarsvæðið, Akranes, Suðurnes, Hveragerði og Selfoss.