Sjá má verðskrá okkar hér.

Ef þú ert að panta stök þrif, þá mælum við með því að þú skoðir vel hvað er innifalið í hverjum þjónustuflokki og metir þínar þarfir útfrá því.

Fyrir reglubundna þjónustu, þá er algengt að byrja á ítarlegri þrifum (silfur eða gull), og halda því við með bronsþrifum. Það er svo alltaf hægt að uppfæra með skömmum fyrirvara.

Vinsælasta útfærslan er að vera í tveggja vikna bronsþrifum.

Já, við komum alltaf með öll hreinsiefni, tuskur, ryksugu o.þ.h. Hinsvegar er alltaf gott að vita ef það er góð ryksuga á heimilinu og ef það eru tröppur aðgengilegar; það léttir undir.

Það fer eftir stærð húsnæðis, aðstæðum, þeirri þjónustu sem þú pantar og hve margir starfsmenn eru sendir í verkið. Bronsþrifin taka eðlilega stystan tíma, og gullþrifin lengstan.

Við miðum við að klára öll verk innan dagsins, en flutningsþrif geta tekið lengri tíma.

Það er alveg undir þér komið. Þú getur verið heima, þú getur hleypt okkur inn og farið út á meðan eða ef þú verður alveg fjarverandi geturðu skilið lyklana eftir í lyklaboxi. Í reglubundnum þrifum er hentugt að láta okkur hafa lykil.

Það fer eftir verkefnastöðu hverju sinni. Viku fyrirvari ætti að að tryggja að við getum komið á þeim degi sem þú biður um. Ef sá dagur sem þú óskar eftir er uppbókaður, þá reynum við af fremsta megni að finna lausan tíma sem hentar þér.

Oft eru þó lausir tímar inn á milli, svo fyrirvarinn þarf ekki endilega að vera svo mikill.

Ákveðnir eðlilegir álagstímar eru, t.d. fyrir jólin og páska, og þarf því að panta með mun lengri fyrirvara. Fyrstu pantanir fyrir jólin koma alltaf til okkar með margra mánaða fyrirvara. Reglubundnir viðskiptavinir eru alltaf í forgangi á þessum álagstímum.

Þetta er ekki svört starfsemi og þú færð alltaf sendan reikning. Starfsfólk okkar er með góða reynslu af hreingerningum, er glaðlynt og þjónustulundað, og að sjálfsögðu með hreint sakarvottorð. Allir okkar starfsmenn þurfa að skrifa undir þagnareið.

Já, við reynum alltaf að senda sömu aðila í verkin. Það sem veldur því ef slíkt gerist ekki, eru tilfallandi veikindi eða starfsleyfi, sem breyta uppröðun teymanna, oft með skömmum fyrirvara. Það á þó aldrei að hafa áhrif á gæði þrifanna.

Það er ekkert mál. Í pöntuninni skaltu bara panta fyrstu þrifin og svo geturðu látið okkur vita, annað hvort í pöntunarforminu sjálfu eða með því að hafa samband við okkur þegar líður á.

GREIÐSLUR & VERÐSKRÁ

Þú færð sendan reikning á tölvupóst, og samsvarandi krafa er send í heimabanka. Eindagi kröfunnar á að vera eftir að þrifin eiga sér stað, svo þú hefur tækifæri til að gera athugasemd við gæði þrifanna, ef einhverjar eru.

Í reglubundnum þrifum er einn reikningur sendur undir lok mánaðar, með eindaga um mánaðamót. Sá reikningur er fyrir öllum þeim þrifum sem hafa átt sér stað og/eða munu eiga sér stað í þeim mánuði.

Ef þrif eru afbókuð með minna en sólarhringsfyrirvara þá er rukkað skrópgjald að andvirði 50% verði þjónustunnar án afsláttar

Sjá má verðskrána hér.

Ef við höfum komið og sinnt þrifum hjá þér og þau eru ekki í samræmi við þínar væntingar, þá hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur. Við viljum bæta þér það upp og halda utan um tilfallandi misbresti.