Þegar við komum til þín í flutningsþrif þá er farið í hvern krók og kima á heimilinu. Ásamt því sem er gert í Gullþrifum þá er þrifið inn í alla skápa og skúffur í öllum rýmum heimilisins, allar hurðar þrifnar og séð til þess að heimilið sé tilbúið fyrir nýja eigendur. Flutningsþrif taka öllu jafna tvöfalt til þrefalt lengri tíma en hefðbundin þrif.

Við mælum með því að panta Flutningsþrif með góðum fyrirvara.